Exton er þekkingarfyrirtæki. Mikilvægasta söluvara okkar er þekking starfsfólks hvort sem það er á búnaðinum sem við vinnum með eða þörfum viðskiptavina okkar. Flest starfsfólk hefur áralanga reynslu úr leikhúsum, viðburðum, tónleikum eða sjónvarpi.
Starfsfólkið kemur úr ýmsum áttum og er með ýmiss konar menntun. Hjá fyrirtækinu starfar fólk með viðskipta og verkefnastjórnarmenntun, verkfræðingar, rafvirkjar, rafeindavirkjar og fólk með menntun frá skólum tengdum viðburðariðnaðnum.
Starfsemin er byggð upp í kringum tvö tekjusvið. Annars vegar útleigu á búnaði (með eða án mannskaps) og svo lausnasvið en undir það fellur öll sala á búnaði sama hvort henni fylgir hönnun og uppsetning eða ekki.
Exton er með starfstöðvar í Kópavogi og á Akureyri og þjónustum við alla landshluta.
Tækjaleigan starfar á íslenskum markaði en þjónar einnig íslenskum hljómveitum á ferðalögum erlendis og íslenskum fyrirtækjum sem t.d. taka þátt í vörusýningum erlendis. Lausnasvið starfar þar sem verkefnin eru hverju sinni.
Kennitala Exton er 470499-2069
vsk.nr. er 65513
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.