Við hjá Exton höfum mikla þekkingu og áralanga reynslu af hönnun og uppsetningu á lausnum sem bæta upplifun matargesta. Það sem gerir góðan veitingastað enn betri er:
Hljóðvist er lykilatriði þegar hljóð berst um rými. Of mikill endurómur getur dregið verulega úr skýrleika tals og tónlistar og valdið miklu áreiti á skynfærin. Þegar hávaði er mikill verða gestir fljótt þreyttir og eiga erfitt með samræður.
Góð hljóðvist veitir gestum næði til þess að tala saman á þægilegum styrk á meðan þeir njóta matarnis og er forsenda þess að tónlist skili þeirri stemningu sem leitast er eftir.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.