Exton býður upp á fjölmargar lausnir fyrir heimili sem snúa að lýsingu, hljóði, hljóðvist og myndbúnaði
Góð hljóðvist er einn lykilþátta þess að gera heimilið þitt notalegt. Á móti getur slæm hljóðvist valdið miklu áreiti á skynfærin og verið streituvaldandi.
Hjá Exton færðu faglega ráðgjöf við val á lausnum og jafnframt bjóðum við viðskiptavinum upp á hljóðmælingar á viðkomandi rými til þess að greina þau vandamál sem eru til staðar. Sé þess óskað getur starfsfólk Exton annast uppsetningu.
BlueSound eru hágæða hljóðkerfi fyrir heimili. Hátalarar eru nettengdir og hægt að spennufæða yfir netstreng (PoE) sem einfaldar og dregur úr kostnaði við uppsetningu. Kerfin bjóða upp á beintengingu við Spotify, útvarpsveitur og fleira.
BluOS stjórnkerfi Bluesound Professional gerir þér kleift að skipta rýmum upp í ólík hljóðsvæði stýra hverju fyrir sig með BluOS appi eða samþætta kerfið við helstu hússtjórnkerfi.
Vivalyte eru leiðandi framleiðandi á LED borðum fyrir allar aðstæður, bæði innandyra og utandyra.
Láttu okkur sjá um hönnun á
BlueSound eru hágæða hljóðkerfi fyrir heimili. Hátalarar eru nettengdir og hægt að spennufæða yfir netstreng (PoE) sem einfaldar og dregur úr kostnaði við uppsetningu. Kerfin bjóða upp á beintengingu við Spotify, útvarpsveitur og fleira.
BluOS stjórnkerfi Bluesound Professional gerir þér kleift að skipta rýmum upp í ólík hljóðsvæði stýra hverju fyrir sig með BluOS appi eða samþætta kerfið við helstu hússtjórnkerfi.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.