Rétt val á sýningartjaldi skiptir sköpum. Starfsmenn Exton aðstoða þig við að finna lausn sem hentar, í stöðluðum stærðum eða bókstaflega sveigt að þínum þörfum.
AV Stumpfl framleið tjöld fyrir hótel, fyrirtæki, söfn, leikhús, menntastofnanir og heimili. Hægt að fá sérsniðnar lausnir í öllum stærðum. Einnig færanleg tjöld sem þola mikla notkun, svo sem fyrir tækjaleigu Exton.
Da-Lite sýningartjöld frá Legrand AV koma í öllum stærðum og gerðum, rafdrifin, handvirk, á standi eða í ramma.
KAUBER sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða sýningartjöldum og fylgihlutum sem standast sem standast hæstu gæðakröfur.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.